Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi Kasjúhnetur gulrætur carrot hráterta kaka raw food gulrótakaka kaka terta
Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi

Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi).

HRÁTERTURGULTÓTATERTURKASJÚHNETUR

.

Gulrótaterta með kasjúkremi

1 1/2 b rifnar gulrætur
1 1/3 b möndlur
7-8 döðlur, saxaðar gróft
1 tsk múskat
1 tsk kanill
1/3 tsk salt
örlítið chili
börkur af 1/2 sítrónu
2/3 b kókosmjöl
1 msk chiafræ
1 msk vatn

Krem

1 b kasjúhnetur
1 tsk gott síróp
1-2 msk kókosolía, fljótandi
safi úr einni sítrónu
1/3 tsk kardimommur

Botn: Setjið gulrætur, möndlur, döðlur, sítrónubörk og krydd í blandarann eða matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við kókosmjöli, chiafræjum og vatni og blandið saman smá stund. Takið krinlótt tertuform og setjið á tertudisk (ekki mota botninn) og hellið maukinu þar í, þjappið og kælið á meðan kremið er útbúið.

Krem: Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í blandarann ásamt sírópi og sítrónusafanum, maukið mjög vel. Bætið loks kókosolíu saman við og blandið áfram. Setjið yfir tertuna og skreytið með rifnum sítrónuberki og berjum.

Geymið tertuna í ísskáp í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

HRÁTERTURGULTÓTATERTURKASJÚHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.