Snjódrífur með pistasíuhnetum – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016

Snjódrífur

Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti. 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Þessar dásamlega góðu og fallegu snjódrífur heilluðu dómnefndana og lentu í öðru sæti. Höfundur þeirra er Eyrún Eva Haraldsdóttir.

Meðal ummæla dómnefndarfólks var: „Pistasíurnar gerðu mikið fyrir mig”
„Jólaleg og fallega skreytt”
„Einföld og góð”
„Vanillan og saltið harmónerar vel saman”

Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti 

2 b Kornax hveiti

1/2 b púðursykur

1/4 b sykur

3/4 b mjúkt smjör

2 egg

1 tsk matarsódi

1 tsk vanilludropar

1/4 b AB-mjólk

1/2 b pistasíuhnetur

!72 b súkkulaðidropar, hvítir Síríus Konsum

1/2 tsk salt

Þeytið sykur, púðursykur og smjör saman. Bætið við eggjum, einu í einu og loks vanilludropum. Hrærið þurrefnunum saman við og látið að lokum AB-mjólkina, hneturnar og súkkulaðið út í.

Bakið við 175¨C í 10-15 mínútur.

Hjúpur:

300 g hvítt Síríus Konsum súkkulaðidropar

saxaðar pistasíuhnetur

Sjávarsalt

Kælið og setjið hjúp utan um (dýfið kökunum í brætt súkkulaðið. Skreytið með söxuðum hnetum og sjávarsalti.

Pistasíukökur

Smákökusamkeppni Kornax

Sigurverarinn Kristín Arnórsdóttir lengst til hægri. Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.

Dómnefndin

Dómnefndin í smákökusamkeppni Kornax 2016: Eva Laufey Kjaran, Axel Þorsteinsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Albert Eiríksson.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.

Sjö færslur á einum degi á alberteldar.com

Sjö færslur á einum degi á alberteldar.com  Á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst, ætla ég að taka áskorun og setja inn færslur á bloggið allan daginn. Á þriggja tíma fresti frá kl 6 í fyrramálið til miðnættis annað kvöld, samtals sjö færslur. Fylgist með.

Kartöflusalat með pestói

Kartöflusalat með pestói. Í hlöðugrillinu snæddu gestir holugrillað lambalæri með tveimur tegundum af kartöflusalati. Afsakið að ekki séu í uppskrifinni mál og vog heldur hvað var í salatinu.