Kókosdraumur með hvítu súkkulaði
Við erum alveg að missa okkur í smákökunum. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.
Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.
Íris Hrönn sigraði og fékk fullt hús dómnefndar. Verðlaunakökurnar heilluðu okkur alveg upp úr skónum. Í umsögn minni voru aðeins fjögur orð um þessar kökur: JÓLIN, JÓLIN – SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR 🙂
🧑🎄
— SMÁKÖKUR — HVÍTT SÚKKULAÐI — JÓLIN — SMÁKÖKUSAMKEPPNI — KÓKOSMJÖL —
🧑🎄
Kókosdraumur með hvítu súkkulaði
200 g smjör
1/2 b púðursykur
1/2 b sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 1/2 b hveiti
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2 b kókosmjöl
150 g hvítt súkkulaði, saxað smátt.
Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan er ljós og létt, bætið við eggi og vanilludropum og hrærið vel. Setjið þurrefnin saman við og loks súkkulaðið.
Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið við 180°C í 8-10 mín.
.
🧑🎄
— SMÁKÖKUR — HVÍTT SÚKKULAÐI — JÓLIN — SMÁKÖKUSAMKEPPNI —
— KÓKOSDRAUMUR MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI —
🧑🎄