Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

SVANHVÍT YRSA Kókosdraumur með hvítu súkkulaði VErðlaunasmákökur smákökur jólasmákökur jólabakstur smákökusamkeppni jólin kókos hvítt súkkulaði
Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur Svanhvítar Yrsu

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Við erum alveg að missa okkur í smákökunum. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.

Íris Hrönn sigraði og fékk fullt hús dómnefndar. Verðlaunakökurnar heilluðu okkur alveg upp úr skónum. Í umsögn minni voru aðeins fjögur orð um þessar kökur: JÓLIN, JÓLIN – SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR 🙂

🧑‍🎄

SMÁKÖKUR — HVÍTT SÚKKULAÐI JÓLINSMÁKÖKUSAMKEPPNIKÓKOSMJÖL

🧑‍🎄

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

200 g smjör

1/2 b púðursykur

1/2 b sykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 1/2 b hveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

2 b kókosmjöl

150 g hvítt súkkulaði, saxað smátt.

Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan er ljós og létt, bætið við eggi og vanilludropum og hrærið vel. Setjið þurrefnin saman við og loks súkkulaðið.

Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið við 180°C í 8-10 mín.

Bergþór, Jóhanna Vigdís og Albert
Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem kom með okkur.

.

Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt smákökudómurum 2016
Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt dómurum í árlegri metnaðarfullri smákökusamkeppni

🧑‍🎄

SMÁKÖKUR — HVÍTT SÚKKULAÐI JÓLINSMÁKÖKUSAMKEPPNI

— KÓKOSDRAUMUR MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI —

🧑‍🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.