Auglýsing
Rauðrófur Niðursoðnar rauðrófur með kanil jólailmur jólastemning hvernig á að sjóða niður rauðrófur
Niðursoðnar rauðrófur og ilmurinn úr eldhúsinu

 

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

„Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi” – hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál.

— RAUÐRÓFURRAUÐKÁLJÓLIN 

.

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

2 meðalstórar rauðrófur

3/4 b vatn

3/4 b edik

2 msk hunang

1 msk sykur

1 kanilstöng

1 tsk salt

smá pipar

Afhýðið rauðrófurnar, skerið þær í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið í pott ásamt vatni, ediki, hunangi, kanil, sykri, salti og pipar. Sjóðið í um 45 mín. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur á meðan rauðrófurnar eru enn heitar og lokið.

— RAUÐRÓFURRAUÐKÁLJÓLIN

— NIÐURSOÐNAR RAUÐRÓFUR MEÐ KANIL —

Auglýsing