Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur Niðursoðnar rauðrófur með kanil jólailmur jólastemning hvernig á að sjóða niður rauðrófur
Niðursoðnar rauðrófur og ilmurinn úr eldhúsinu

 

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

„Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi” – hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál.

— RAUÐRÓFURRAUÐKÁLJÓLIN 

.

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

2 meðalstórar rauðrófur

3/4 b vatn

3/4 b edik

2 msk hunang

1 msk sykur

1 kanilstöng

1 tsk salt

smá pipar

Afhýðið rauðrófurnar, skerið þær í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið í pott ásamt vatni, ediki, hunangi, kanil, sykri, salti og pipar. Sjóðið í um 45 mín. Setjið í tandurhreinar glerkrukkur á meðan rauðrófurnar eru enn heitar og lokið.

— RAUÐRÓFURRAUÐKÁLJÓLIN

— NIÐURSOÐNAR RAUÐRÓFUR MEÐ KANIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SaveSave

Bláberja- og croissanteftirréttur

Croissant bláber

Bláberja- og croissanteftirréttur. Kjörinn réttur í saumaklúbbinn eða sem eftirréttum já eða bara með sunnudagskaffinu. Kannski ekki sá allra hollasti en með því að vera meðvitaður um mataræðið dags daglega (frá morgni til kvölds) verður auðveldara að njóta þess að fá endrum og sinnum réttti eins og þennan.

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.

Möndlu- og ostaterta – ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu

Mondlu- og ostaterta

Möndlu- og ostaterta. Að vísu er enginn ostur í þessari ostatertu en áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu. Alveg silkimjúk fylling og chiliið í súkkulaðinu gerir gæfumuninn. Það er ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu.