Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi Grikkland gráfíkjur geitaostur
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Bakaðar fíkjur með geitaosti
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

8-10 ferskar fíkjur

100-130 g geitaostur

1 dl pekanhnetur

1 msk minta

2 msk hunang

salt og pipar.

Skerið kross í fíkjurnar og kreistið þær neðst svo þær opnist. Setjið bita af geitaosti í sárið. Raðið í eldfast form. Stráið pekanhnetum í botninn á forminu, hellið hunanginu yfir fíkjurnar, stráið mintu yfir og aðeins af salti og pipar. Bakið við 180 í um 10 mín.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)