Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

0
Auglýsing
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi Grikkland gráfíkjur geitaostur
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

Auglýsing

.

Bakaðar fíkjur með geitaosti
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

8-10 ferskar fíkjur

100-130 g geitaostur

1 dl pekanhnetur

1 msk minta

2 msk hunang

salt og pipar.

Skerið kross í fíkjurnar og kreistið þær neðst svo þær opnist. Setjið bita af geitaosti í sárið. Raðið í eldfast form. Stráið pekanhnetum í botninn á forminu, hellið hunanginu yfir fíkjurnar, stráið mintu yfir og aðeins af salti og pipar. Bakið við 180 í um 10 mín.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Fyrri færslaNiðursoðnar rauðrófur með kanil
Næsta færslaKlementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana