Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi Grikkland gráfíkjur geitaostur
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Bakaðar fíkjur með geitaosti
Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

8-10 ferskar fíkjur

100-130 g geitaostur

1 dl pekanhnetur

1 msk minta

2 msk hunang

salt og pipar.

Skerið kross í fíkjurnar og kreistið þær neðst svo þær opnist. Setjið bita af geitaosti í sárið. Raðið í eldfast form. Stráið pekanhnetum í botninn á forminu, hellið hunanginu yfir fíkjurnar, stráið mintu yfir og aðeins af salti og pipar. Bakið við 180 í um 10 mín.

FÍKJURGEITAOSTURGRIKKLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Maís- og basilklattar

Maís- og basilkökur

Maís- og basilklattar henta sem meðlæti með kjúklingaréttum eða grillkjötinu. Við höfðum þær sem aðalrétt og bárum með tómatasalat og sinnepssósu. Þessi uppskrift gerir um tíu kökur. Til tilbreytingar má setja spínat í staðinn fyrir basil og saxa hvítlauk saman við deigið.