Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninna Sigurðardóttir – 1916

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

„Það er því miður algengt, að eitt af aðaleinkennum eldhússtúlkunnar er óhreinar hendur og kolkrímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol og mó og tað, fást við sótuga potta og fleira, en engu að síður er þessi óþrifnaður óhafandi, þó í eldhúsi sé, og jafnvel miklu síður þar. Eldhússtúlkunum er venjulega vorkunn, þó þær séu sóðalegar, því opt er heimtað af þeim óhæfum og ólærðum heilmikið starf, sem heimtar vandlega tilsögn og æfingu.”

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

JÓNINNA SIGURÐARDÓTTIRGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSI

— ÓÞRIFNAÐUR VINNUSTÚLKNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kladdkaka

Kladdkaka

Kladdkaka. Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

SaveSave

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni

Heslihnetusmákökur

Heslihnetukaramellukökur - 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars: "Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni" "Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína"
"Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella"
"Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af"