Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

ítalía ítalskur matur Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum pasta salat paprikur sólþurrkaðir tómatar
Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

Litfagurt, sumarlegt og létt pastasalat sem getur bæði staði eitt og sér eða verið meðlæti með öðrum mat.

.

ÍTALÍAPASTA

.

Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

300 g pasta

1/2  rauð paprika

1/2 gul paprika

1 dl blaðlaukur

1 b sólþurrkaðir tómatar (ein krukka)

2-3 msk söxuð fersk basilika

dressing

2 msk góð ólífuolía

2 tsk edik

2 tsk hunang

salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu af, skolið og látið kólna. Skerið niður papriku, blaðlauk og sólþurrkaða tómata og bætið við ásamt basiliku.

Hristið saman olíu, edik, hunang, salt og pipar og hellið yfir pestóið. Látið standa í um klst. áður en er borið á borð.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum
Ítalskt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

.

ÍTALÍAPASTA

— ÍTALSKT PASTASALAT MEÐ SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.