Draumur forsetans. Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur. Í bókinn má er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.
Klæðnaður í boðum. Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla - og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.
Friðrik krónprins í Danmörku er fimmtugur í dag. Við fjölskyldan slógum upp veislu honum til heiðurs, skáluðum og borðuðum danska Royal-tertu. Heitir þetta ekki að njóta lífsins? eða er það að lifa í núinu???
Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.