Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt?
Það getur reynist erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt” elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum hafa hana (eða þeir sem borða steikina). Hér á myndinni er ágætis þumalputtaregla, sannkölluð þumalputtaregla.
Áður en kemur að steikingunni er ágætt er að hafa nautakjöt við stofuhita (á við um allt kjöt). Þess vegna er gott að taka það úr ísskápnum minnst tveimur tímum áður en það er eldað.
Að lokinni steikingu þá er ekki sama hvernig kjötið er skorið. Það á alltaf að skera nautakjöt þvert á vöðvann þ.e. vöðvaþræðina. Í flestum steikum liggja vöðvaþræðirnir langsum eftir allri steikinni.