Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?
Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt?

Það getur reynist erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt” elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum hafa hana (eða þeir sem borða steikina). Hér á myndinni er ágætis þumalputtaregla, sannkölluð þumalputtaregla.

Áður en kemur að steikingunni er ágætt er að hafa nautakjöt við stofuhita (á við um allt kjöt). Þess vegna er gott að taka það úr ísskápnum minnst tveimur tímum áður en það er eldað.

Að lokinni steikingu þá er ekki sama hvernig kjötið er skorið. Það á alltaf að skera nautakjöt þvert á vöðvann þ.e. vöðvaþræðina. Í flestum steikum liggja vöðvaþræðirnir langsum eftir allri steikinni.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.