Spænsk eplaterta
Það er einhver dásamleg óútskýrð sæla sem fylgir góðum eplatertum. Svo fer sérrýbragðið vel með eplum og möndlum.
— SPÁNN — EPLATERTUR —
Spænsk eplaterta
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
85 g sykur
1/3 tsk salt
1 sítróna (safi og börkur)
2 egg
1 1/2 dl ólífuolía
3 msk sérrý
3 græn epli
1 dl möndluflögur
Hrærið saman þurrefnunum + sítrónuberkinum. Bætið við olíu, eggjum og sítrónusafa.
Skerið eplin í bita (ca eins og sykurmolar að stærð) og hrærið saman við.
Setjið form og stráið möndlum yfir.
Bakið við 180° í 40-45 mín.
.
— SPÁNN — EPLATERTUR —
.