Auglýsing
Vanilluostaterta – vegan hráterta raw food cake kaka vanilla kasjú hnetur möndlur döðlur lime
Vanilluostaterta – vegan

Vanilluostaterta – vegan

Þrátt fyrir nafnið er tertan bæði vegan og hráfæðis, þó enginn sé osturinn. Þ.e.a.s. hinn hefðbundni ostur. Áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu og útlitið kannski líka. Mjög ljúffeng terta.

HRÁTERTURVEGANOSTATERTUR

Auglýsing

.

Vanilluostaterta

Botn:
1 b döðlur
1 gulrót
1/2 b möndlur
1/3 b sólblómafræ
1/3 b graskersfræ
2 msk fljótandi kókosolía
smá salt
Setjið allt í matvinnsluvel og maukið, samt ekki of fínt. Setjið í tertuform og þjappið.

Fylling:
450 g tofu
1/2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín.
1/3 b ferskur lime safi
1/2 b fljótandi kókosolía
1/4 b Maple síróp
1 tsk vanillu extrakt

Setjið allt nema kókosolíuna í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel. Bætið kókosolíunni saman við síðast. Hellið yfir botninn og kælið.

.

FLEIRI HRÁTERTUR

— VANILLUOSTATERTA —

.