Vanilluostaterta

Vanilluostaterta – vegan hráterta raw food cake kaka vanilla kasjú hnetur möndlur döðlur lime
Vanilluostaterta – vegan

Vanilluostaterta – vegan

Þrátt fyrir nafnið er tertan bæði vegan og hráfæðis, þó enginn sé osturinn. Þ.e.a.s. hinn hefðbundni ostur. Áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu og útlitið kannski líka. Mjög ljúffeng terta.

HRÁTERTURVEGANOSTATERTUR

.

Vanilluostaterta

Botn:
1 b döðlur
1 gulrót
1/2 b möndlur
1/3 b sólblómafræ
1/3 b graskersfræ
2 msk fljótandi kókosolía
smá salt
Setjið allt í matvinnsluvel og maukið, samt ekki of fínt. Setjið í tertuform og þjappið.

Fylling:
450 g tofu
1/2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín.
1/3 b ferskur lime safi
1/2 b fljótandi kókosolía
1/4 b Maple síróp
1 tsk vanillu extrakt

Setjið allt nema kókosolíuna í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel. Bætið kókosolíunni saman við síðast. Hellið yfir botninn og kælið.

.

FLEIRI HRÁTERTUR

— VANILLUOSTATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum. Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl