MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

Mat Bar matbar hverfisgata restaurant best in reykjavik iceland
Mat Bar

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelinstaðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

 — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — HVERFISGATA

.

Hér er glæsileg hönnun eftir þau Hafstein og Karitas hjá HAF stúdíó, en þau eru ótrúlega flottir krakkar menntaðir á Ítalíu. Staðurinn er þó ekki beint ítalskur, en eins og í ítalskri matargerð er áhersla lögð á besta fáanlegt hráefni og einfaldleika í matreiðslu. Það er allt smart, líka maturinn, litfagrir og girnilegir réttir.

 

Guðjón Hauksson er viðskiptafræðingur að mennt, en hefur fengist við fjölbreytt viðfangsefni, allt frá kvikmyndaframleiðslu, í að starfa við endurnýjanleg orkuverkefni í Evrópu, en matargerð hefur alltaf verið ástríða hans.

Hann lagði hugmyndina að MAT BAR til við stjórnendur Flugleiðahótela, sem voru að leita að „rétta” leigjandanum fyrir þetta rými, og þeim leist strax vel á. Staðurinn þjónar hverfinu fram á kvöld, langflestir sem koma eru Íslendingar og þegar staðurinn verður að fullu kominn í gang verður hægt að taka með sér heim. Ferðamenn láta auðvitað sjá sig og þeir geta einnig tekið með sér samlokur í ferðalög. Það er létt, notalegt og heimilislegt andrúmsloft yfir öllu hér. Mann langar bara að vera hérna!

Hér er líka hægt að kippa með sér matföngum í deli deildinni, þar sem áhersla er lögð á gourmet mat í bland frá Ítalíu og frá íslenskum framleiðendum, allt frá flögusalti yfir í osta frá litlum framleiðendum.

Sara Ósk leiddi okkur í allan sannleika um réttina á sérlega þægilegan hátt, en þar sem staðurinn er lítill, er þjónustan sérlega persónuleg, enginn vandi að hnippa í kokkana og spjalla svolítið.

Hér er um fjöldamarga góða rétti að ræða, mátulega stóra, en mælt er með 2-4 réttum. Þetta er talsvert í tísku, enda ákaflega skemmtilegt að fá áreiti um víðlendur bragðlaukanna í einum málsverði.

Við fengum splunkunýjan mozzarella ost sem er gerður úr íslenskri mjólk, en af ítölskum ostagerðarmanni. Osturinn er því einstaklega mjúkur, þar sem hann er ekki gerður fyrir geymslu. Hann líkist eiginlega ekki mikið þeim fjöldaframleidda. Og sjáið litina! Þarna eru sýrðir gulir og rauðir kirstuberjatómatar og basilikum edik. Eruð þið ekki að grínast hvað þetta er ferskt og bragðgott? (sjá uppskrift neðst)

Negroni sbagliato Lamarca prosecco

Lamarca prosecco var borið með ostinum, og það er skemmtileg nýbreytni að hægt sé að panta sér ítalskan kokteil og drekka með matnum. Við fengum okkur Negroni sbagliato, sem þýðir jú „mistök“, eða “röng” útgáfa af vermouth og campari negroni þar sem freyðandi prosecco kemur í staðinn fyrir gin.

Osta- og skinkubakkinn takk fyrir, krakkar. Dúnmjúkar silkisneiðar af pylsu og prosciutto, 24 mánaða óburstaður gráðaostur sem hefur legið í Stout bjór, franskur geitaostur og Tindur. Stemning!

 

Rauðrófur með reyktri súrmjólkRauðrófur með reyktri súrmjólk, karsa og ristuðum möndlum kom á óvart, smakkaðist eins og besta hnetusteik á jólum.

 

Arancini með svepparisotto inni í og parmesan eru seðjandi ljúfmeti.

 

Smjörbökuð, léttsteikt bleikja með kapers

 

Smjörbökuð, léttsteikt bleikja með kapers og möndluflögum kom með bakaðri fenniku og appelsínum, snilld krakkar. Það er þessi kombinasjón, hvað er það nú aftur á íslensku? Fullkomið hjónaband, samsetning sem bragðlaukar elska að glíma við.

 

Grillaður smokkfiskur var borinn fram með brenndri sítrónu og sýrðum rjóma (með örlítilli sítrónu) var mjög bragðsterkur, grillaður. Spennandi réttur, en sennilega ekki allra, áferðin er svolítið spes en vel þess virði að bragða á honum.

 

Polenta með graslauksolíu, parmesan og spicy valhnetum var dúnmjúk, matarmikil og mjög bragðmikil.

ganache úr dökku súkkulaði Hvítsúkkulaðiskyr með pistaccio

Með eftirréttunum drukkum við aftur Lamarca proseccoið. Eftirréttirnir voru ljúfasta Mozart sinfónía:
Hvítsúkkulaðiskyr með pistaccio, Bergamot appelsínum og fáfnisgrasi (estragon). Hins vegar var ganache úr dökku súkkulaði með hunangsfroðu, basilgranítu og piparmarengs.

Albert Eiríksson albert.eiriksson HJÁ gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

 

Mozzar­ella, sýrðir tóm­at­ar og basil
Fyr­ir 4

2-4 stk góðar mozzar­ella kúl­ur (fer eft­ir stærð)
200 g kirsu­berjatóm­at­ar
100 g epla­e­dik
150 g vatn
100 g syk­ur
50 g basil (ferskt)
50 g góð ólífu­olía

Leysið syk­ur­inn upp í ed­ik­inu og vatn­inu.Skerið tóm­at­ana í tvennt og setjið í ed­ik­lög­in og látið liggja í a.m.k. 2 klst. en helst í kæli yfir nótt. Saxið basil­lauf­in fínt og blandið sam­an við ol­í­una.Sigtið vökv­ann frá tómöt­un­um og blandið þeim við ol­í­una. Setjið á disk. Saltið mozzar­ella kúl­una og setjið ofan á tóm­at­ana.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars