Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

kartöfluvínarbrauð, sulta, möndlur, kaffimeðlæti Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu kartöflur fljótlegt afgangs afgangar vínarbrauð sulta með sultu
Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð

Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð 🙂  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti – þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd – nota bláberjasultu.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

.

kartöfluvínarbrauð afgangar kartöfluafgangar
Kartöfluvínarbrauð

Kartöfluvínarbrauð

200 g smjörlíki

200 g hveiti

200 g soðnar kartöflur

1 tsk kardimommur

1/2 tsk lyftiduft

1/3 tsk matarsódi

Rabarbaradsulta eða bláberjasulta

egg til að pensla

2 msk möndluflögur

1 msk grófur sykur

Merjið kartöflurnar og blandið saman við þær hveiti, smjörlíki, kardimommur, lyftiduft og matarsóda. Hnoðið vel saman. Hnoðið hveiti upp í ef þar eða eins og þarf, fletjið út með kökukefli og skerið tvær lengjur sem eru ca 10 cm á breidd. Dreyfið sultu á og brjótið brúnirnar inn að miðju, samt ekki alveg alla leið.  Penslið með eggi, stráið möndluflögum yfir og grófum sykri. Bakið í 20 mín við um 175°C

.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

— KARTÖFLUVÍNARBRAUÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Surimi salat

Surimisalat

Surimi salat. Litfagurt og bragðgott salat sem er gott með brauði, sem forréttur á salatblöðum eða með saltkexi í næsta saumaklúbbi. Surimi er fiskafurð upprunin í Asíu en hefur breiðst út um allan heim, einnig nefnt krabbalíki.