Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata veitingarhús matsölustaðir veitingastaðir hverfisgötu Matarferðamennska Restaurant Reykjavik best
Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Matarferðamennska er hugtak sem flestir kannast við núorðið. Hér opna ný veitingahús svo að segja í hverri viku og ferðamenn á annarri hverri þúfu (og rúmlega það). Það er nú bara þannig að veitingamenn virkja, örva og gleðja skilningavit gesta sinna.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat Bar, Geira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — HVERFISGATA

.

MatBarEssensia Geiri Smart

Kryddlegin hjörtu

El Santo

Grái Kötturinn Julia & Julia Júlía & júlía Mikkeller & Friends Dill restaurant 101 Reykjavík Hótel Hverfisbarinn Austur Indíafélagið Hraðlestin Kaffi Vínyl Skuggi Hótel Hlemmur mathöll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Berunes í BerufirðiPersónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni. Á Berunesi borðuðum við bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” - fullt hús.