Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata veitingarhús matsölustaðir veitingastaðir hverfisgötu Matarferðamennska Restaurant Reykjavik best
Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Matarferðamennska er hugtak sem flestir kannast við núorðið. Hér opna ný veitingahús svo að segja í hverri viku og ferðamenn á annarri hverri þúfu (og rúmlega það). Það er nú bara þannig að veitingamenn virkja, örva og gleðja skilningavit gesta sinna.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat Bar, Geira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — HVERFISGATA

.

MatBarEssensia Geiri Smart

Kryddlegin hjörtu

El Santo

Grái Kötturinn Julia & Julia Júlía & júlía Mikkeller & Friends Dill restaurant 101 Reykjavík Hótel Hverfisbarinn Austur Indíafélagið Hraðlestin Kaffi Vínyl Skuggi Hótel Hlemmur mathöll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.