Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata veitingarhús matsölustaðir veitingastaðir hverfisgötu Matarferðamennska Restaurant Reykjavik best
Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Matarferðamennska er hugtak sem flestir kannast við núorðið. Hér opna ný veitingahús svo að segja í hverri viku og ferðamenn á annarri hverri þúfu (og rúmlega það). Það er nú bara þannig að veitingamenn virkja, örva og gleðja skilningavit gesta sinna.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat Bar, Geira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — HVERFISGATA

.

MatBarEssensia Geiri Smart

Kryddlegin hjörtu

El Santo

Grái Kötturinn Julia & Julia Júlía & júlía Mikkeller & Friends Dill restaurant 101 Reykjavík Hótel Hverfisbarinn Austur Indíafélagið Hraðlestin Kaffi Vínyl Skuggi Hótel Hlemmur mathöll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.