Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa - Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Guðlaug Steinsdóttir hin mesta dásemdarsúpa MARGRÉT jónsdóttir njarðvík mundo ferðaskrifstofan GRÆNMETISSÚPA kínóasúpa holl súpa
Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

Margrét Jónsdóttir Njarðvík eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.

— SPÁNNMUNDOMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK — KÍNÓASÚPURMANGÓEFTIRRÉTTUR

.

Kínóa- og grænmetissúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

2 msk ólívuolía
1/2 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk saxað engifer
2 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
2 stilkar sellerí, skorið í bita
1/2 b kínóa
1 l vatn
grænmetiskraftur
1 tsk oreganó
1/4 tsk reykt paprika
1 tsk túrmerik
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 b afhýddar kartöflur, skornar í bita
1 1/2 b grasker, skorið í bita
1/4 b saxað kóríander

Hitið olíuna í stórum potti, léttsteikið (á lágum hita) lauk, hvítlauk, engifer, gulrætur og sellerí í 5-7 mín. Bætið við kínóa og steikið áfram í um 5 mín. Kínóafræin eiga helst að verða ljósbrún.

Bætið við vatni, grænmetiskrafti, oreganó, papriku, túrmerik salti, pipar, lárviðarlaufi, kartöflur og graskeri. Látið sjóða við lágan hita í 20-25 mín.

Stráið loks kóríander yfir áður en súpan er borin fram.

Fríða, Erlendur, .... Guðrún Harpa, Albert og Guðlaug

— SPÁNNMUNDOKÍNÓASÚPUR

— KÍNÓA- OG GRÆNMETISSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta

Dodluterta

Döðluterta. Þær eru margar útgáfurnar af döðlutertum, misgóðar eins og gengur en ég lofa því að þessi er góð. Einföld og góð terta sem getur ekki klikkað - bökum með kaffinu

Rabarbara- og engiferbaka

rabarbari

Rabarbara- og engiferbaka. Þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara er kjörið að útbúa böku úr rabarbara. Er gjörsamlega að missa mig í rabarbaranum. Verð að segja ykkur að sykurbrúnaður rabarbari er mjög góður, næst þegar ég geri þessa böku ætla ég að brúna auka rabarbara og narta í á meðan hitt er útbúið.

SaveSave

SaveSaveSaveSave