Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Margrét Jónsdóttir Njarðvík mundo Mangó- og kasjúhnetubúðingur - silkimjúkur, hollur og ferskur
Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

MANGÓKASJÚHNETURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍKEFTIRRÉTTIR

.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

4 mangó (ca 1,2 kg)

1 krukka kasjúhnetusmjör (170g)

8 mjúkar döðlur

Ahhýðið mangó og skerið ávöxtinn frá steininum. setjið í matvinnsluvél ásamt kasjúhnetusmjöri og döðlunum. Maukið þangað til þetta verður silkimjúkt

Hellið í falleg glös og geymið í ísskáp í um 30 mín (eða lengur)

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

MANGÓKASJÚHNETURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍKEFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ísostaterta

Ísostaterta

Ísostaterta. Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn.

Bláberja- og croissanteftirréttur

Croissant bláber

Bláberja- og croissanteftirréttur. Kjörinn réttur í saumaklúbbinn eða sem eftirréttum já eða bara með sunnudagskaffinu. Kannski ekki sá allra hollasti en með því að vera meðvitaður um mataræðið dags daglega (frá morgni til kvölds) verður auðveldara að njóta þess að fá endrum og sinnum réttti eins og þennan.

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.