Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Margrét Jónsdóttir Njarðvík mundo Mangó- og kasjúhnetubúðingur - silkimjúkur, hollur og ferskur
Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

MANGÓKASJÚHNETURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍKEFTIRRÉTTIR

.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

4 mangó (ca 1,2 kg)

1 krukka kasjúhnetusmjör (170g)

8 mjúkar döðlur

Ahhýðið mangó og skerið ávöxtinn frá steininum. setjið í matvinnsluvél ásamt kasjúhnetusmjöri og döðlunum. Maukið þangað til þetta verður silkimjúkt

Hellið í falleg glös og geymið í ísskáp í um 30 mín (eða lengur)

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

MANGÓKASJÚHNETURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍKEFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.