Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Lasagna, grænmetislasagna, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, Saumaklúbburinn f.v. Hafdís RUT Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan Franskir dagar, blað franskra daga
Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna

Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó – þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

.

Saumaklúbburinn f.v. Hafdís Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan

Lúxuslasagna

2 laukar

2 hvítlauksgeirar

1 blaðlaukur

1 stilkur sellerí

1 gulrót

1 haus brokkolí

1 haus blómkál

ferskt spínat

olía salt og pipar

1 dós tómatar

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

lasagnablöð

1 dós kotasæla

1/2 dós sýrður rjómi

salt, pipar

1 tsk. múskat

1 msk. óreganó

smá rifinn ostur

Skerið allt grænmetið niður og steikið á pönnu í olíu, stráið salti og pipar yfir. Saxið tómatana og sólþurrkuðu tómatana og bætið saman við ásamt óreganói. Bætið spínatinu við í lokin og látið sjóða aðeins. Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma, salt, pipar og múskat. Setjið eitt lag af grænmetisblöndunni í eldfast mót, þá lasagna blöð og svo hvíta sósu. Endurtakið og endið svo á grænmetisblöndu og osti. Bakið í 170° C í um 30-40 mín.

ljómandi gott lúxuslasagna

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

— LJÓMANDI GOTT LÚXUSLASAGNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur.

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.