Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Lasagna, grænmetislasagna, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, Saumaklúbburinn f.v. Hafdís RUT Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan Franskir dagar, blað franskra daga
Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna

Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó – þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

.

Saumaklúbburinn f.v. Hafdís Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan

Lúxuslasagna

2 laukar

2 hvítlauksgeirar

1 blaðlaukur

1 stilkur sellerí

1 gulrót

1 haus brokkolí

1 haus blómkál

ferskt spínat

olía salt og pipar

1 dós tómatar

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

lasagnablöð

1 dós kotasæla

1/2 dós sýrður rjómi

salt, pipar

1 tsk. múskat

1 msk. óreganó

smá rifinn ostur

Skerið allt grænmetið niður og steikið á pönnu í olíu, stráið salti og pipar yfir. Saxið tómatana og sólþurrkuðu tómatana og bætið saman við ásamt óreganói. Bætið spínatinu við í lokin og látið sjóða aðeins. Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma, salt, pipar og múskat. Setjið eitt lag af grænmetisblöndunni í eldfast mót, þá lasagna blöð og svo hvíta sósu. Endurtakið og endið svo á grænmetisblöndu og osti. Bakið í 170° C í um 30-40 mín.

ljómandi gott lúxuslasagna

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

— LJÓMANDI GOTT LÚXUSLASAGNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Downton Abbey sítrónukjúklingur

DowntonAbbey SítrónukjúklingurSítrónukjúklingur IMG_1451

Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar.

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Tékklisti fyrir utanlandsferðir. Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.