Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hægt er að fá glúteinlaust hamborgarabrauð fyrir þá sem þess óska í stað venjulegs brauðs. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu þennan fína borgara sem sjá má á myndinni.

Hér má sjá nokkur svör af Vegan Ísland síðunni um bestu veganborgarana:

-Lúxusborgarinn á Bike Cave er bestur að mínu mati. Sjúklega djúsí og með vegan bernes sósu!

-Hef ekki farið á Bike Cave so ég get ekkert sagt um það en mér finnst Fabrikkan vera sjúklega fín, þá portobello sveppi frekar en oumph + sætu kartöflufranskana!

Bíóborgari á Vesturgötunni.

-Svartbaunaborgarinn á Vínyl og lúxusborgarinn á Bike Cave

-Var að koma frá BikeCave. Lúxusborgarinn stendur alltaf fyrir sínu <3 líka yndis fólk sem rekur staðinn

Bike Cave – ekki spurning!

Gló og bikecave er með mína uppáhalds borgara. Fer eftir fíling.

-Ja svartbaunaborgarinn á Gló er líka æði!

Bike cave lúxusborgari

bike cave, allann daginn alla daga

-Sammála með Bike Cave, lúxusborgarinn æðislegur, sósan á honum líka rosa góð

Bio borgari á Vesturgötu

-Vegan borgarinn a Roadhouse

-Hef bara prufað veganb. á Prikinu og líkaði vel.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.