Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

súkkulaðiterta grilluð í appelsínu, elkja-adventures, Kjartan Örn, Steindór, Sólrún björnsdóttir Heiði, húsbíll, grillveisla, kúrbítspitsa
Steindór, Kjartan Örn og Sólrún

Grillveisla Kjartans

Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Farartækin eru pickup bílar með húsi fyrir 3-4 með öllum þægindarbúnaði sem hægt er að hugsa sér fyrir útileguna. Uppbúinn rúm, handklæði, klósett, sturta úti og inni, fullbúið eldhús með heitu og köldu vatni, gaseldavél, gasgrill, borð og stólar til að sitja úti, markísa, þráðlaust net. Bílarnir eru fjórhjóladrifnir með öllum nútíma útbúnaði svo auðveldlega er hægt að fara um hálendisvegi á þeim. Gestir þeirra Kjartans og Elísu geta tekið upp úr töskunum í skápana og skilið ferðatöskurnar eftir hjá þeim. Bílarnir eru til leigu yfir sumartímann á Islandi og í Evrópu frá oktober til april. www.elkja-adventures.is

#2017Gestabloggari 30/52GRILLKJARTAN ÖRN

.

Kúrbítspitsa
Kjartan með með kúrbítspitsuna

Kúrbítspitsa með tortilla – glútenfrí

Kannski hljómar þetta allt mjög framandi í eyrum grillara sem eru vanir að grilla kjöt á grillum sínum. Grillaðu kúrbítur er hreinasta lostæti og með öllu því sem Kjartan setti ofan á botninn þá varð upplifunin ógleymanleg.

Kúrbítspitsa með tortilla – glútenfrí

Kúrbítspitsa með tortilla – glútenfrí

4 litlir grænir kúrbítar

30 ml ólífuolía

2 laukar

2 hvítlauksgeirar

200 gr soðnar kartöflur (gott er að sjóða þær degi áður)

1  búnt steinselja

5 Bratwurst pylsur

4 egg

200 ml rjómi

salt + pipar + múskat

100 gr. Tortillia snakk (glútenfrítt)

100 gr. Parmesanostur

50 gr. rifin ostur

1 álgrillbakki

Þvoið kúrbítana og skerið langsum í þunnar sneiðar. Penslið með ólífuolíu og grillið báðum megin í ca. 3-4 mínútur

Leggið grilluðu sneiðarnar á álgrillbakkann svo að sneiðarnar hylji vel botninn og kryddið með salt og pipar.

Afhýðið laukinn, hvítlauksgeirana og kartöflurnar og skerið smátt.
Skerið steinselju og Bratwurst-pulsurnar jafnframt smátt og skellið öllu saman í skál og blaðið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Dreifið jafnt yfir á kúrbítinn.

Hrærið eggin og rjómann vel saman og kryddið með salt + pipar + múskat (ca1/3tsk)
og hellið yfir.

Grillið á 80-100°C í 30 mínutur.

Myljið Tortillia snakkið og dreifið ásamt Parmesanostinum og rifna ostinum yfir pitsuna.
Grillið í ca. 5 mín. eða þar til að osturinn er bráðnaður.

Skerið pitsuna í sneiðar og njótið með sósunni góðu

 

Sósa með pitsunni

Sósa með pitsunni.

200 gr. paprika úr dós

150 gr. smurostur

Papriku-krydd, edelsüss

chili

Hellið paprikunni (úr dós) í sigti og látið vökvann renna af og geymið vökvanum.
Blandið 50 ml af vökvanum með smurostinum og hrærið vel saman. Skerið paprikuna smátt og blaðið saman við. Kryddið alls saman með salti + pipar + papriku og chilli eftir smekk.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu 😊

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu fyrir 4

Ef þvið viljið slá rækilega í gegn við grillið þá er þessi súkkulaðiterta grilluð í appelsínu málið. Það er ágætt að skilja svolítið eftir af appelsínukjötinu þegar hreinsað er innan úr – appelsínan gefur extra bragð – minnir svolítið á Grand Marnier. Kjartan notar glútenfrítt hveiti og svo er þessi dásemareftirréttur án hvíts sykurs. Hugsið ykkur ekki um, kaupið appelsínur, brettið upp ermar og grillið heimsins bestu súkkulaðitertu.

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu 

4 appelsínur

175 g af dökku gott súkkulaði

100 g smjör

2 egg

2 eggjarauður

2 msk hunang

1/3 tsk salt

40 g glútenfrítt hvítt hveiti

Til skrauts: Flórsykur og minta

Skerið toppinn af appelsínuni af og „kjötið” fjarlægt úr appelsínunni – gott er að skilja eftir þunnt lag af næst hvíta laginu. Appelsínukjötið er sett í skál. Það skiptir ekki máli ef smá Appelsínukjöt er eftir í skelinni, þar sem þetta súkkulaðikaka fær bara smá auka appelsína bragð.

Bræðið súkkulaði og smjör er yfir lágan hita. Þetta er best gera yfir heitu vatnsbaði til að bræða smjör með súkkulaði í þeim potti.

Í millitíðinni getur þú slegið eggin og eggjarauðurnar með og hunangi (gott er að nota handmixer) saman. Svo hellir þú rólega glútenfría hvíta hveitinu og bráðna súkkulaði/smjörblöndunni og hrærir mjög vel, þá meina ég mjög vel 😊.
Eftir þennan góða og skemmtilega hræring hellir þú deiginu í appelsínuhýðið, þó ekki meira enn ca. ¾ þar sem deigið á eftir að lyfta sér lítillega.

Grillið (við óbeittan hita – á efri grillgrindinni) á ca. 180 gráður í um það bil 35-40 mínútur (fer eftir stærð af appelsínum). Grilltíminn er tiltölulega langur, það er vegna þess að þykkt appelsínunnar einangrar. Kakan bakast frekar frá toppi til botns.
Hægt er að stinga í hana með pinna til að athuga baksturinn, gott er ef kakan er smá blaut að innan.
Mikilvægt: hafið hitann á appelsínuhúðinni ekki heitara en 180 gráður, annars verður appelsínan svört af bruna.

Súkkulaðikaka úr appelsínuhúð er ekki aðeins „eyecatcher“ heldur gefur appelsínukjötið ljómandi appelsínubragð og súkkulaðikaka með fljótandi miðju er samt draumur.

Kjartan í húsbílnum, Elísa var í Þýskalandi þegar grillveislan var.
Albert og Kjartan
Kjartan Örn

.

#2017Gestabloggari 30/52GRILLKJARTAN ÖRN

— GRILLVEISLA KJARTANS —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.