Auglýsing

Íslenski kartöfludagurinn 2017 kartöflur nýuppteknar

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Íslenskar kartöflur Bergþór, Albert Kjartan Örn

 

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari og Georg Arnar Halldórsson

Kartöflugeymslurnar. Saga geymslnanna nær allt aftur til seinni heimsstyrjaldar, þegar bandaríski flotinn reisti þær í Hvalfirði sem sprengjugeymslur. Eftir styrjöldina, árið 1946, réðst Jóhannes G. Helgason, athafnamaður í Reykjavík, í það þrekvirki að kaupa braggana af hernum og lét flytja þá til Reykjavíkur, en þeir voru sjö talsins. Jóhannes var fæddur í Vík í Mýrdal 1911, fluttist síðar til Reykjavíkur en bjó einnig um tíma erlendis við nám í Frakklandi, Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum. Við undirbúning þessara framkvæmda var leitað fanga hjá helstu sérfræðingum um fyrirkomulag og rekstur grænmetisgeymslna í Frakklandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Enda var hér um að ræða geymslur sem stóðust fyllstu gæðakröfur þess tíma. Braggana gróf Jóhannes síðan allt að 30 metra inn í Ártúnsbrekkuna þannig að einungis framhliðin var sýnileg.

Þótti þetta mjög merkileg framkvæmd á sínum tíma og gjörbreytti möguleikunum á því að geyma kartöflur. Í frétt sem Morgunblaðið skrifaði um þetta framtak og birtist í blaðinu laugardaginn 25. maí 1946 segir “að með jarðhúsunum megi draga úr geymsluskemmdum, og drýgja uppskeruna og á þann hátt spara erlendan gjaldeyri”. Sama dag fjallaði Tíminn einnig um þessa framkvæmd og sagði: “Jarðhús þessi verða að öllu leyti vel úr garði gerð og eins og þau bezt þekkjast erlendis. Þau verða með sjálfvirkum vélum, er tryggja rétt hita- og rakastig fyrir garðávextina.”

Íslenski kartöfludagurinn

Auglýsing