Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Le Sélect og La Coupole herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

 

Við byrjuðum á tveimur kokteilum. Þessi til vinstri er óáfengur og í honum er m.a. appelsínusafi, sódavatn og lime-safi. Sumarlegur og þénlegur.
Hinn nefnist Hugo: Ylliblómalíkjör, prosecco og sódavatn og minta ofan á. Mjög ferskur og léttur drykkur.

Bakaður geitaostur var rosalega góður í gazpacho sósu - passlega stökkur að utan og mjúkur inní.

Forréttir:
Bakaður geitaostur var rosalega góður í gazpacho sósu – passlega stökkur að utan og mjúkur inní.

ostrur

Venjulegar ostrur eru auðvitað guðamatur og ekki meira um það að segja þegar hún rennur beint úr skelinni upp í munninn.

Rockefeller ostrur

Rockefeller ostrur voru hreint út sagt himneskar í kryddjurtasmjöri, með brauðraspi og parmesan yfir, ái hvað þetta var gott.

Nautakrókettur, brasseraðar nautakinnar með trufflumajónesi

Nautakrókettur, brasseraðar nautakinnar með trufflumajónesi. Þær voru í sjálfu sér fremur bragðlitlar, en gott jafnvægi gáfu karameliseraður laukur og trufflumajónes.

Klassískur nautatartar

Klassískur nautatartar með smá kapers, lauk og eggjarauðu og steiktum lauk ofan á. Mjög mjúkur réttur en ég hefði alveg viljað finna meira kapersbragð

Hummus með naan-braði

Hummus með naan-braði, bragðmikill og mjög góður, paprika og sólþurrkaðir tómatar.

Bökuð sellerírót með sellerí, kapers, tómötum og kartöflumús sömu og með lambinu.

Bökuð sellerírót með sellerí, kapers, tómötum og kartöflumús sömu og með lambinu.

Léttbrúnuð bleikja með kryddjurtum

Léttbrúnuð bleikja með kryddjurtum og grilluðu spínati og ríkulegri sítrónusmjörsósu. Smjörsósan var sem sagt með vel af sítrónusafa sem kann að vera misjafnt hvort fólki fellur, en kartöflurnar voru vel útilátnar og þarna gildir auðvitað, eins og með hrísgrjónin í sterkum indverskum mat, að maður nær jafnvægi með magni kartaflnanna. Sjálfur hefði ég ekki viljað hafa minna af sítrónu enda mikill sítrónumaður.

Hefðbundið rammíslenskt lambainnralæri

Hefðbundið rammíslenskt lambainnralæri með blönduðu sumargrænmeti, soðsósu og kartöflumús sem er ein sú allra besta sem við höfum smakka, í henni var rjómi, laukur, hvítlaukur, salt og pipar og timían. Ef það hefði verið rabarbarasulta með hefði ég fengið netta heimþrá 🙂

Nýsteiktur kleinuhringur með kanilsykri

Eftirréttirnir voru ævintýri, „to die for“.
Nýsteiktur kleinuhringur með kanilsykri – lungamjúkur og bragðgóður.

Crème brulée - hinn klassíski eftirréttur sem alltaf bragðast vel.
Crème brulée – hinn klassíski eftirréttur sem alltaf bragðast vel.

Súkkulaðimús með vanillusósu Bragi Bergþórsson alberteldar.com

Súkkulaðimús með vanillusósu. Sko, músin ein og sér er mjög góð en þessi vanillusósa er himnesk, mig langaði mest að biðja um ábót af henni.

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson hjá gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.