Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý POTTRÉTTUR ananas fiskisósa thai tofu karrý
Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý

Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

ANANASPOTTRÉTTIR

.

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý

2 msk rautt karrý-paste

2 msk matarolía

1-2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 ds kókosmjólk

2 tómatar, afhýddir og fræhreinsaðir

1 b. ferskur ananas í bitum

2-3 msk fiskisósa (fish sauce) eða soya sósa

2 tsk sykur

1 tsk lime safi

chili

450 g tófu

10-15 fersk basíllauf

Hitið olíuna á pönnu og mýkið karrýiðí smá stund. Bætið við kókosmjólk, tómötum, ananas, fiskisósu, sykri, lime safa og látið sjóða í nokkrar mín. Pressið mesta safann út tófúinu og skerið það niður í bita og bætið við. Slökkvið undir og látið bíða í nokkrar mínútur þangað til tófúið er orðið heitt í gegn. Saxið basil gróft og stráið yfir.  Berið fram með hrísgrjónum.

ANANASPOTTRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt - bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum. Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.