Auglýsing
Thai-tofu-karrý POTTRÉTTUR ananas fiskisósa thai tofu karrý
Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý

Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

ANANASPOTTRÉTTIR

.

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý

2 msk rautt karrý-paste

2 msk matarolía

1-2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 ds kókosmjólk

2 tómatar, afhýddir og fræhreinsaðir

1 b. ferskur ananas í bitum

2-3 msk fiskisósa (fish sauce) eða soya sósa

2 tsk sykur

1 tsk lime safi

chili

450 g tófu

10-15 fersk basíllauf

Hitið olíuna á pönnu og mýkið karrýiðí smá stund. Bætið við kókosmjólk, tómötum, ananas, fiskisósu, sykri, lime safa og látið sjóða í nokkrar mín. Pressið mesta safann út tófúinu og skerið það niður í bita og bætið við. Slökkvið undir og látið bíða í nokkrar mínútur þangað til tófúið er orðið heitt í gegn. Saxið basil gróft og stráið yfir.  Berið fram með hrísgrjónum.

ANANASPOTTRÉTTIR

.

Auglýsing