Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur
Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í. Ofnbakaður hvítlaukur er hreinasta sælgæti.

HVÍTLAUKUR

.

Ferskur laukur og hvítlaukur

Aðferðin er einföld: Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Annars er frekar auðvelt að rækta hvítlauk í potti; Takið hvítlauksgeira og stingið í mold þannig að hún rétt hylji efst á hverjum geira (mjói endinn upp). Eftir nokkra daga koma upp fagurgræn grös sem má klippa af og nýta í matinn.

Það er líka hægt að rækta hvítlauk utandyra. Hann má setja í potta eða beint í blómabeð að vori. Til þess að hann skipti sér í geira þarf að setja niður hvítlauksgeira að hausti. Þegar ég var með franska kaffihúsið á Fáskrúðsfirði setti ég gjarnan niður hvítlauksgeira að hausti. Einhverju sinni var ég í miklum sláttuham og sló öll græn strá sem ég sá og þar á meðal hvítlaukinn. Þá kom dásamleg hvítlauksilmur af nýslegna grasinu….

🧄

— OFNBAKAÐUR HEILL HVÍTLAUKUR —

🧄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Fyrri færsla
Næsta færsla