Auglýsing
Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur
Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í. Ofnbakaður hvítlaukur er hreinasta sælgæti.

HVÍTLAUKUR

Auglýsing

.

Ferskur laukur og hvítlaukur

Aðferðin er einföld: Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Annars er frekar auðvelt að rækta hvítlauk í potti; Takið hvítlauksgeira og stingið í mold þannig að hún rétt hylji efst á hverjum geira (mjói endinn upp). Eftir nokkra daga koma upp fagurgræn grös sem má klippa af og nýta í matinn.

Það er líka hægt að rækta hvítlauk utandyra. Hann má setja í potta eða beint í blómabeð að vori. Til þess að hann skipti sér í geira þarf að setja niður hvítlauksgeira að hausti. Þegar ég var með franska kaffihúsið á Fáskrúðsfirði setti ég gjarnan niður hvítlauksgeira að hausti. Einhverju sinni var ég í miklum sláttuham og sló öll græn strá sem ég sá og þar á meðal hvítlaukinn. Þá kom dásamleg hvítlauksilmur af nýslegna grasinu….

🧄

— OFNBAKAÐUR HEILL HVÍTLAUKUR —

🧄