Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur
Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í. Ofnbakaður hvítlaukur er hreinasta sælgæti.

HVÍTLAUKUR

.

Ferskur laukur og hvítlaukur

Aðferðin er einföld: Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Annars er frekar auðvelt að rækta hvítlauk í potti; Takið hvítlauksgeira og stingið í mold þannig að hún rétt hylji efst á hverjum geira (mjói endinn upp). Eftir nokkra daga koma upp fagurgræn grös sem má klippa af og nýta í matinn.

Það er líka hægt að rækta hvítlauk utandyra. Hann má setja í potta eða beint í blómabeð að vori. Til þess að hann skipti sér í geira þarf að setja niður hvítlauksgeira að hausti. Þegar ég var með franska kaffihúsið á Fáskrúðsfirði setti ég gjarnan niður hvítlauksgeira að hausti. Einhverju sinni var ég í miklum sláttuham og sló öll græn strá sem ég sá og þar á meðal hvítlaukinn. Þá kom dásamleg hvítlauksilmur af nýslegna grasinu….

🧄

— OFNBAKAÐUR HEILL HVÍTLAUKUR —

🧄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla