Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að “verka þá”.
— ÆTIÞISTLAR — PITSUR — GRÆNMETI —
Skerið neðsta partinn af stilknum. Skerið ofan af ætiþistlinum. Klippið með skærum ofan af hverjum blaðenda. Síðan er ætiþistilinn skorinn í tvennt og miðjan fjarlægð. Sjóðið í vatni í um 20 mín. Þetta er eiginlega grunnurinn. Síðan má nota ætiþistlana í ýmsa rétti, ekki bara á pitsur. Hægt er að pensla þá með kryddolíu og grilla eða steikja á pönnu (það gerði ég) einnig má hafa þá með í böku eða blanda saman brauðraspi, parmesanosti, hvítlauk, sítrónusafa, kapers og olíu og setja í sárið og baka í ofni.