Ferskir ætiþistlar

ferskir ætiþistlar ætiþistill  HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ ÆTIÞISTLA
Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að “verka þá”.

ÆTIÞISTLARPITSURGRÆNMETI

Skerið neðsta partinn af stilknum. Skerið ofan af ætiþistlinum. Klippið með skærum ofan af hverjum blaðenda. Síðan er ætiþistilinn skorinn í tvennt og miðjan fjarlægð. Sjóðið í vatni í um 20 mín.  Þetta er eiginlega grunnurinn. Síðan má nota ætiþistlana í ýmsa rétti, ekki bara á pitsur. Hægt er að pensla þá með kryddolíu og grilla eða steikja á pönnu (það gerði ég) einnig má hafa þá með í böku eða blanda saman brauðraspi, parmesanosti, hvítlauk, sítrónusafa, kapers og olíu og setja í sárið og baka í ofni.

— FERSKIR ÆTIÞISTLAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gautaborg – matarborgin fjölbreytta

Gautaborg - matarborgin fjölbreytta. Þar eru fjölbreyttir matsölustaðir og kaffihús á hverju götuhorni og matarmenningin á háu stigi enda nokkrir Michelin staðir í borginni. Það er gaman að heimsækja Gautaborg, hún er draumur fyrir allt mataráhugafólk, ekki síst grænmetis/veganfólk. Gautaborg kom okkur mjög á óvart, skemmtilega á óvart.

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar

 Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Víða eru líknarfélög og hópar sem vinna að góðum málefnum án þess að mikið fari fyrir þeim. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar var stofnuð til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Þær halda aðventukvöld farið í sumarferðalag auk reglulegra félagsfunda. Kirkjunefndin stóð fyrir ýmsum lagfæringum í tilefni 220 ára afmælisDómkirkjunnar árið 2016. Formaður er Jóna Matthildur Jónsdóttir. Hún hafði samband og bað okkur Bergþór að koma á fund í safnaðarheimili kirkjunnar og tala um borðsiði, kurteisi og fleira slíkt. Úr urðu hinar líflegustu umræður. Við byrjum á að að njóta veitinga hjá þeim dömum, fjölmargar tertur og annað góðgæti beið okkar sem þær útbjuggu af mikilli natni og kærleik. Í lokin voru sungin tvö lög.

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.