Ferskir ætiþistlar

ferskir ætiþistlar ætiþistill  HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ ÆTIÞISTLA
Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að “verka þá”.

ÆTIÞISTLARPITSURGRÆNMETI

Skerið neðsta partinn af stilknum. Skerið ofan af ætiþistlinum. Klippið með skærum ofan af hverjum blaðenda. Síðan er ætiþistilinn skorinn í tvennt og miðjan fjarlægð. Sjóðið í vatni í um 20 mín.  Þetta er eiginlega grunnurinn. Síðan má nota ætiþistlana í ýmsa rétti, ekki bara á pitsur. Hægt er að pensla þá með kryddolíu og grilla eða steikja á pönnu (það gerði ég) einnig má hafa þá með í böku eða blanda saman brauðraspi, parmesanosti, hvítlauk, sítrónusafa, kapers og olíu og setja í sárið og baka í ofni.

— FERSKIR ÆTIÞISTLAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".