Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Heilsudrykkur Blóðhreinsandi og hressandi drykkur cayenne pipar sítróna volgt vatn ólífuolía chili
Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Við að halda matardagbók sér maður svart á hvítu hvað það er sem er borðað. Núna veit ég t.d. að ég borða mun minni fisk en ég hélt, drekk um fjóra kaffibolla á dag og drekk rúman lítra af vatni. Ekki bara það,ég tek frekar eftir áhrifum sem matur hefur á mig – ég hlusta enn betur á líkamann.

Í gær útbjó ég Pavlóvu með sítrónusmjöri og extra miklum ávöxtum – Þegar gestirnir voru farnir gúffaði ég í mig restinni af tertunni og leið ekkert sérstaklega vel af.

Pavlóva

Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar… Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður – ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur

Volgt vatn, ca 2 dl

1/3 tsk cayenne pipar

1 tsk sítrónusafi

1/2 – 1 tsk ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekki í einum sopa 🙂

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.