Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta hnetur döðlur kaka hráterta raw food terta cake
Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURHRÁFÆÐIBRASILÍUHNETUR

.

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta
Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Botn:
1 1/2 b mjúkar döðlur
1 b möndlur
2-3 msk hunang
1/3 tsk salt

Fylling:
1 dl kókosmjöl
2 dl kasjúhnetur eða brasilíuhnetur
2 dl fersk bláber eða frosin og þídd
1-2 msk hunang eða agave síróp eftir smekk
2-3 msk fljótandi kókosolía
1 msk sítrónusafi

Skraut: bláber, limebörkur, ávextir…

Botn: Leggið möndlur og döðlur í bleyti í 20-30 mín. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið – samt ekki of lengi. Takið botninn úr smelluformi og setjið hringinn beint á tertudisk. Þrýstið deiginu í formið. Kælið.

Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og frystið í 30-60 mín. Skreytið.

.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURHRÁFÆÐIBRASILÍUHNETUR

— BÆRILEGA GÓÐ BLÁBERJATERTA —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru: