Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Heilsudrykkur Blóðhreinsandi og hressandi drykkur cayenne pipar sítróna volgt vatn ólífuolía chili
Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur

Við að halda matardagbók sér maður svart á hvítu hvað það er sem er borðað. Núna veit ég t.d. að ég borða mun minni fisk en ég hélt, drekk um fjóra kaffibolla á dag og drekk rúman lítra af vatni. Ekki bara það,ég tek frekar eftir áhrifum sem matur hefur á mig – ég hlusta enn betur á líkamann.

Í gær útbjó ég Pavlóvu með sítrónusmjöri og extra miklum ávöxtum – Þegar gestirnir voru farnir gúffaði ég í mig restinni af tertunni og leið ekkert sérstaklega vel af.

Pavlóva

Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar… Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður – ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur

Volgt vatn, ca 2 dl

1/3 tsk cayenne pipar

1 tsk sítrónusafi

1/2 – 1 tsk ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekki í einum sopa 🙂

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.