Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki Ítalskur kjúklingur kjúlli ítalía sítróna Silla sigurlaug margrét jónasdóttir ítalía
Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Í aðalrétt í eftirminnilegu matarboði Sigurlaugar Margrétar var þessi kjúklingaréttur sem gjörsamlega bráðnaði í munni. Í boðinu komu Ítalía og sítrónur mikið við sögu. „Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu!”

SIGURLAUG MARGRÉT SÍTRÓNUKJÚKLINGURÍTALÍA

.

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

10 kjúklingabitar með skinni (veljið þá bita sem ykkur þykir góðir)

1 dós Mascarpone-ostur (við stofuhita, þá er betra að hræra hann saman við kryddið og sítrónuna)

ferskar kryddjurtir (timian, oreganó og rósmarín)

safi úr 1 1/2 sítrónu

börkur af einni sítrónu, rifinn

salt og pipar

Blandið saman mascarpone, ferskum kryddjurtum, sítrónusafa og berki, hrærið vel saman.
Þerrið kjúklingabitana og setjið ostablönduna undir skinnið. Klárið þó ekki alla ostablönduna, því að afganginn á að nota í sósuna.

Raðið bitunum á grind, saltið og piprið og steikið við 180°C í u.þ.b. 30 mín.

Sósa
Hitið afganginn af ostablöndunni, bætið við krafti (af kjúklingabitunum), sítrónusafa og sítrónuberki. látið malla í stutta stund.

Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggjvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson
F.v. Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggjvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson

.

SIGURLAUG MARGRÉT SÍTRÓNUKJÚKLINGURÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kransakonfekt

Kransakonfekt

Kransakonfekt. Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt. Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi - bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og baksturinn á kökunum var fullkominn.

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Súrdeig frá grunni

SúrdeigSúrdeigsbrauð

Súrdeigsbakstur er ævaforn matreiðsluaðferð og mætti flokkast undir „slow food“. Við fyrstu sýn virðist þetta allflókið, en ef farið er eftir leiðbeiningunum lið fyrir lið, ætti það að reynast léttur leikur. Og umfram allt skemmtilegur!

Til að byrja með þarf að útbúa grunnsúr. Það er tiltölulega auðvelt og gaman, en tekur u.þ.b. 5-7 daga. Ef maður getur ekki beðið, er hægt að kaupa grunnsúr t.d. í Grímsbæ.