Mexíkósk mole sósa

Mexíkósk mole sósa mexíkóskur matur ísafjörður judy tobin omar og judy mexíkó kjúklingur puebla mole sauce
Mexíkósk molesósa – ævintýralega góð sósa

Mexíkósk molesósa

Mole er heiti á mexíkóskri sósu sem er ævintýralega góð. Hún er algeng í mexíkóskri matargerð, oft borin fram sem „betri” matur eða hátíðamatur og er líklega það allra vinsælasta í Mexíkó. Í henni er oftast kjúklingur, og hrísgrjón og tortillur hafðar sem meðlæti.

Sagt er að systir Andrea hafi búið hana fyrst til, í klaustrinu í Puebla á 17. öld. Til eru fjölmargar útgáfur, oftast eru í henni ávextir, hnetur, nokkrar chilitegundir, kanill, kúmmín og súkkulaði. Stundum eru hátt í tuttugu hráefni í sósunni góðu.

Omar og Judy buðu okkur í mexíkóskan mole-kjúkling, en sósuna gerði hann frá grunni. Omar er Mexíkói, en Judy er Breti. Bæði bjuggu þau á Íslandi áður en þau fluttu til Mexíkó fyrir sjö árum, en eru nú flutt aftur heim og búa á Ísafirði. Satt best að segja skortir mig lýsingarorð, svo góður var molekjúklingurinn.

MEXÍKÓJUDYSÓSURÍSAFJÖRÐURKJÚKLINGUR

.

Omar, Bergþór, Albert og Judy

MEXÍKÓJUDYSÓSURÍSAFJÖRÐURKJÚKLINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið...

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?