Auglýsing
Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki Ítalskur kjúklingur kjúlli ítalía sítróna Silla sigurlaug margrét jónasdóttir ítalía
Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Í aðalrétt í eftirminnilegu matarboði Sigurlaugar Margrétar var þessi kjúklingaréttur sem gjörsamlega bráðnaði í munni. Í boðinu komu Ítalía og sítrónur mikið við sögu. „Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu!”

SIGURLAUG MARGRÉT SÍTRÓNUKJÚKLINGURÍTALÍA

.

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

Sítrónurnar hans Matisse – Kjúklingur með mascarpone-osti, sítrónusafa- og berki

10 kjúklingabitar með skinni (veljið þá bita sem ykkur þykir góðir)

1 dós Mascarpone-ostur (við stofuhita, þá er betra að hræra hann saman við kryddið og sítrónuna)

ferskar kryddjurtir (timian, oreganó og rósmarín)

safi úr 1 1/2 sítrónu

börkur af einni sítrónu, rifinn

salt og pipar

Blandið saman mascarpone, ferskum kryddjurtum, sítrónusafa og berki, hrærið vel saman.
Þerrið kjúklingabitana og setjið ostablönduna undir skinnið. Klárið þó ekki alla ostablönduna, því að afganginn á að nota í sósuna.

Raðið bitunum á grind, saltið og piprið og steikið við 180°C í u.þ.b. 30 mín.

Sósa
Hitið afganginn af ostablöndunni, bætið við krafti (af kjúklingabitunum), sítrónusafa og sítrónuberki. látið malla í stutta stund.

Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggjvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson
F.v. Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggjvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson

.

SIGURLAUG MARGRÉT SÍTRÓNUKJÚKLINGURÍTALÍA

.

Auglýsing