Bakaður ostur með fíkjum og hnetum

Bakaður ostur með fíkjum og hnetum camembert fíkjur gráfíkjur hnetur pekanhnetur síróp
Brjálæðislega góður bakaður ostur með fíkjum og hnetum

Bakaður ostur með fíkjum og hnetum

Bakaður ostur með fíkjum og hnetum er stórfínn. Hér er það Camembert, yfir hann er sett fíkjur, pekanhnetur og Mablesíróp. Fíkjur, hnetur og síróp er sett í pott og hitað. Hellt yfir ostinn og bakað við um 180°C í um 8 mín. Ef fíkjurna eru mjög þurrar er ágætt að láta þær liggja í heitu vatni í nokkrar mínútur eða sjóða þær í sírópinu í nokkrar mín.

CAMEMBERTPEKANFÍKJURSÍRÓPMAPLEBAKAÐUR OSTUR

.

Fíkjur, pekanhnetur og síróp hitað í nokkrar mínútur

.

CAMEMBERTPEKANFÍKJURSÍRÓPMAPLEBAKAÐUR OSTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag." segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

 Salat með sesamkjúklingi

Salat með sesamkjúklingi. Í Lissabon í vor kynntumst við fjölmörgu skemmtilegu fólki sem hélt saman alla dagana sem við vorum þar. Eftir heimkomuna hittist hópurinn og snæddi saman portúgalskan mat. Stefán og Elsa komu með þetta salat, það gerist nú varla sumarlegra en þetta, fallegt á litinn og gott á bragðið.