Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Hildur Eir, Heimir, fiskisúpa, doddi, þórður

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar” Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

#2017Gestabloggari42/52  – FLEIRI FISKISÚPURFLEIRI SÚPUR

Fiskisúpa Dodda

60 % kókosmjólk

20% rjómi

20%mysa

Chillimauk (sembal olek)

fiskikraftur

gulrætur

rauðlaukur

paprika

steinselja

Fiskur að eigin vali.

Við notum bæði hvítan og bleikan fisk í okkar súpu, lax, þorsk og jafnvel steinbít.

Setjið allt í pott og sjóðið í um korter. Bætið fiskinum út í allra síðast, þannig að hann verði rétt soðinn þegar súpan er borin á borð.

heilsukaka, hildur eir

Heilsukaka Hildar Eirar. Í eftirrétt er heilsukaka Hildar sem er mín eigin uppfinning en eftir margra ára baráttu við sykurfíkn og marengsmartraðir þá varð þetta til:

Heilsukaka Hildar Eirar

Botn:

1 1/2 b Granólamúslí

100 g smjör, brætt

Fylling

1/4 l rjómi

1 ds Grísk jógúrt frá Örnu

2 msk sykurlaus rifsberja eða jarðarberjasulta frá St. Dalfour

Blandið saman Granóla og bræddu smjöri og þjappið form. Stífþeytið rjóma og bætið jógúrt saman við og sultunni. Setjið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í frysti í um klst áður en kakan er borin fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.

D-vítamín

D-vitamin

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.