Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Hildur Eir, Heimir, fiskisúpa, doddi, þórður

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar” Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

#2017Gestabloggari42/52  – FLEIRI FISKISÚPURFLEIRI SÚPUR

Fiskisúpa Dodda

60 % kókosmjólk

20% rjómi

20%mysa

Chillimauk (sembal olek)

fiskikraftur

gulrætur

rauðlaukur

paprika

steinselja

Fiskur að eigin vali.

Við notum bæði hvítan og bleikan fisk í okkar súpu, lax, þorsk og jafnvel steinbít.

Setjið allt í pott og sjóðið í um korter. Bætið fiskinum út í allra síðast, þannig að hann verði rétt soðinn þegar súpan er borin á borð.

heilsukaka, hildur eir

Heilsukaka Hildar Eirar. Í eftirrétt er heilsukaka Hildar sem er mín eigin uppfinning en eftir margra ára baráttu við sykurfíkn og marengsmartraðir þá varð þetta til:

Heilsukaka Hildar Eirar

Botn:

1 1/2 b Granólamúslí

100 g smjör, brætt

Fylling

1/4 l rjómi

1 ds Grísk jógúrt frá Örnu

2 msk sykurlaus rifsberja eða jarðarberjasulta frá St. Dalfour

Blandið saman Granóla og bræddu smjöri og þjappið form. Stífþeytið rjóma og bætið jógúrt saman við og sultunni. Setjið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í frysti í um klst áður en kakan er borin fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur