Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Hildur Eir, Heimir, fiskisúpa, doddi, þórður

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar” Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

#2017Gestabloggari42/52  – FLEIRI FISKISÚPURFLEIRI SÚPUR

Fiskisúpa Dodda

60 % kókosmjólk

20% rjómi

20%mysa

Chillimauk (sembal olek)

fiskikraftur

gulrætur

rauðlaukur

paprika

steinselja

Fiskur að eigin vali.

Við notum bæði hvítan og bleikan fisk í okkar súpu, lax, þorsk og jafnvel steinbít.

Setjið allt í pott og sjóðið í um korter. Bætið fiskinum út í allra síðast, þannig að hann verði rétt soðinn þegar súpan er borin á borð.

heilsukaka, hildur eir

Heilsukaka Hildar Eirar. Í eftirrétt er heilsukaka Hildar sem er mín eigin uppfinning en eftir margra ára baráttu við sykurfíkn og marengsmartraðir þá varð þetta til:

Heilsukaka Hildar Eirar

Botn:

1 1/2 b Granólamúslí

100 g smjör, brætt

Fylling

1/4 l rjómi

1 ds Grísk jógúrt frá Örnu

2 msk sykurlaus rifsberja eða jarðarberjasulta frá St. Dalfour

Blandið saman Granóla og bræddu smjöri og þjappið form. Stífþeytið rjóma og bætið jógúrt saman við og sultunni. Setjið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í frysti í um klst áður en kakan er borin fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.