Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Fiskfélagið fish company restaurant reykjavík
Fiskfélagið

 

Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Það er alltaf gaman að taka áskorun og fara í undraferð í höndum kokkanna. Undirstaðan á Fiskfélaginu er alíslenskt gæðafæði af landi og úr sjó, blönduð kryddjurtum og öðru góðgæti frá öllum hornum heimsins. Framsetning á matnum á Fiskfélaginu er framandi og skemmtilega frumleg. Þjónustan var fimleg og gekk snurðulaust fyrir sig.

 

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Brauðið stökkt að utan og mjög mjúkt inní. Smjörið mjúkt og með því lífrænt granóla með trönuberjum.
„Geggjað kombó”

 

Í upphafi fengum við lystaukandi smárétt sem var túnfisktartar með pistasíum, fallega framborið á útboraðri trjágrein. Réttur sem leikur við bragðlaukana – harmónerar mjög vel saman.


Fullkomlega eldaður fiskur – rammíslensk ýsa, örlítið glær og ljúffeng. Nútímaútgáfa af soðinni ýsu. Allskonar bragð/brögð sem passa vel saman. Passlega stökkt kál með.

Sinnepsgljáð grísasíða og gnocchi pasta með kremaðri tio pepe sósu, sólþurrkuðum tómat, chorizo og ólífumauki – mjúk og bragðmikil. Tvær tegundir af sósum sem saman mynda margslungna upplifun, bragð og áferð.

 

Túnfiskur frá Venisúela. Grillaður með chili maæjónesi. Gulbeður, poppkorn og eggjarauða í miðjunni. Túnfiskur stendur alltaf fyrir sínu en guð minn góður hvað meðlætið var gott. Gulbeður minntu okkur á að enn er til grænmeti sem við höfum ekki smakkað, grænmeti sem er bæði hollt og gott. Sérstaklega falleg framsetning á diskinum og eggjarauðan í miðjunni minnti á sólarlagið í Suður-Ameríku. Glaðlegur réttur. Mjög mjúkur túnfiskur en kannski ekki svo bragðmikill sem kom ekki að sök því meðlætið var bæði bragðgott og fallegt


Enn einn dásemdarrétturinn, hvernig er hægt að toppa sig endalaust – agndofa.
Pönnusteiktur karfi með ferskju, beikon- og döðlusultu. ísbúa- og laukpuré, brúnaður blaðlaukur, mæjónes og steikt broccoli. Beikon- og döðlusultan: To die for

 

Langtímaelduð nauta-pastrami með sinnepslegnu blöðrukáli, saltkringlu og sýrðri gúrku. Brúnað jarðskokkakrem og ársgamall Tindur. Hrjúf áferð kjötsins minnti sveitamanninn örlítið á saltkjöt en alls ekki bragðið eða neitt annað en áferðin. Dúnmjúkt kjötið var með örlitlum reyktum keim.

Íslenskur eftirréttur með mysingskremi og vanilluís með heimagerðu hunangi, berjacompot og karameluðum höfrum. Hafandi borðað yfir mig af mysingi í æsku þá var ég vissar efasemdir um ágæti þessa réttar sem kom síðan ánægjulega á óvart. Viljið þið muna sérstaklega eftir þessum rétti þegar þið farið að borða á Fiskfélaginu.

Silkimjúk súkkulaðimús frá Madagascar með passion fyllingu, karamellusúkkulaði kex og súkkluaði. Tommassi Monte Croce (nokkurskonar late harvest þeirra Ítala), eftirréttavínið smakkaðist unaðslega með.

Fiskfélagið er notalegur staður. Hlaðnir útveggir með skemmtilegu íslensku ívafi. t.d. voru gardínurnar teknar frá með íslenskum handprjónuðum lopaermurm – íslenskt minni.
Hlutlaus þægileg tónlist frá okkar sokkabandsárum
Yndisleg kvöldstund á Fiskifélaginu – reffilegur staður.

Á veggnum við innganginn hanga þessir miðar sem ánægðir gestir hafa skrifað á.

Gamlir íslenskir peningar í römmum prýða veggi Fiskfélagsins

Vínið sem við drukkum með matnum

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 - appelsínuterta með smjörkremi. Páskatertan í ár er mjúk og bragðgóð terta með appelsínusafa, appelsínuberki og Grand Marnier. Tertan minnir okkur líka á að sumarið er handan við hornið. Fersk terta með fallega gulu kremi. Hér má sjá PÁSKATERTUR síðustu ára

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave