Sæta sítrónan – 4.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Sæta sítrónan – 4.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Dómnefndin var sammála um að ferskt sítrónubragðið kallaði á góðan kaffisopa. Það er eiginlega engin leið að hætta

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Sæta sítrónan

3,5 dl Kornax hveiti

1 1/2 tsk maíssterkja

örlítið salt

1/2 tsk matarsódi

1 1/2 dl smjör

1 1/2 dl sykur

1 dl púðursykur

rifinn börkur af þremur sítrónum

1 1/2 tsk vanilludropar

1 1/2 tsk sítrónudropar

2 msk sítrónusafi

1 egg

1 1/2 poki hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Blandið saman þurrefnum og leggið til hliðar.
Þeytið smjör og sykur vel saman.
Bætið eggi út í og síðan dropum, sítrónuberki og safa.
Blandið hveitiblöndunni saman við, setjið svo súkkulaðidropana út í lokin.
Bakað við 180°C í ca. 10-12 mínútur.

Höfundur: Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir

 

Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nokkur misstór atriði sem gott er að hafa í huga

Nokkur misstór atriði sem gott er að hafa í huga

Við borðhald er að ýmsu að hyggja, ekki bara hvernig við höldum á hnífapörunum og rauðvínsglasinu. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið