Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir smákökusamkeppni kornax
Piparsveinar – verðalunasmákökur Ástrósar

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Hún seg­ir að sig­ur­inn hafi vissu­lega komið á óvart en þó ekki þar sem hún hafi haft trölla­trú á Pip­ar­svein­un­um. „Ég tók þátt í keppn­inni fyr­ir tveim­ur árum og lenti þá í öðru sæti. Í þetta sinn fannst mér ég með betri kök­ur. Ég átti alls ekki von á að vinna en ég varð samt ekk­ert stein­hissa,“ seg­ir Ástrós.

SMÁKÖKURJÓLIN

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Pip­ar­svein­ar

Pip­ar­kúluk­ara­mella

2 pok­ar pip­ar­kúl­ur frá Nóa-Síríusi

250 ml rjómi

Setjið pip­ar­kúl­ur og rjóma í pott, bræðið sam­an á miðlungs­hita og látið þykkna í pott­in­um. Það get­ur tekið smá­tíma. Mjög mik­il­vægt er að hræra í pott­in­um all­an tím­ann, ann­ars er hætta á að kara­mell­an brenni við.
Kælið í ís­skáp ca 4-6 klukku­stund­ir til að kara­mell­an nái að þykkna, en ekki leng­ur svo að hún verði ekki of hörð.

Kó­kos­botn:

125 g KORN­AX-hveiti

125 g syk­ur

125 g kó­kos­mjöl

125 g smjör v/​stofu­hita

1 egg

Öllu er blandað í skál og hrært sam­an. Gott er að byrja á að hræra deigið sam­an í vél og þegar smjörið er farið að mýkj­ast er gott að taka deigið upp úr og hnoða það bet­ur sam­an með hönd­un­um.
Gerið litl­ar kúl­ur úr deig­inu og fletjið aðeins út, setjið á plötu og inn í ofn.
Kök­urn­ar eru bakaðar við 180°C í 5-7 mín­út­ur.
Þegar botn­arn­ir og kara­mell­an eru til­bú­in smyrj­um við kara­mell­unni á botn­ana og hjúp­um þá með suðusúkkulaði frá Nóa-Síríusi. Einnig er fal­legt að nota bráðið hvítt súkkulaði til skreyt­ing­ar.

Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sylwía Olzewska,
Vinningshafarnir 2017: Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).
Magga, Tobba, Silja og Albert
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

— PIPARSVEINAR – VERÐLAUNAKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins