Sæta sítrónan – 4.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Dómnefndin var sammála um að ferskt sítrónubragðið kallaði á góðan kaffisopa. Það er eiginlega engin leið að hætta
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Sæta sítrónan
3,5 dl Kornax hveiti
1 1/2 tsk maíssterkja
örlítið salt
1/2 tsk matarsódi
1 1/2 dl smjör
1 1/2 dl sykur
1 dl púðursykur
rifinn börkur af þremur sítrónum
1 1/2 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk sítrónudropar
2 msk sítrónusafi
1 egg
1 1/2 poki hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
Blandið saman þurrefnum og leggið til hliðar.
Þeytið smjör og sykur vel saman.
Bætið eggi út í og síðan dropum, sítrónuberki og safa.
Blandið hveitiblöndunni saman við, setjið svo súkkulaðidropana út í lokin.
Bakað við 180°C í ca. 10-12 mínútur.
Höfundur: Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert