Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir jólin bakstur
Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna – apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman.

SMÁKÖKURJÓLIN

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Versalakökur

Uppskrift:

2 egg

2 dl sykur

4 dl kókos

½ dl KORNAX hveiti

1 dl möndlur saxaðar m/hýði

1 dl apríkósur saxaðar

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.

Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.

Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka.

Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Ofan á kökur:

150 gr NÓA SIRÍUS hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.

Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir

Vinningshafarnir 2017 Kornax Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sylwía Olzewska,
Vinningshafarnir 2017 Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).
Magga, Tobba, Silja og Albert
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

— VERSALAKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.

Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat. Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave