Pippterta frá Guju Begga

pippterta terta kaka súkkulaði guja begga Guðríður Bergkvistsdóttir Fáskrúðsfjörður
Pippterta

Pippterta frá Guju Begga

Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á – eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Guðríður segir að þetta sé terta sem hún baki til hátíðabrigða, hún sé einstaklega góð og bragðmikil. Bragðið af mintu og súkkulaði saman segir okkur að það er tilvalið að hafa rjóma með henni.

#2017Gestabloggari 48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGATERTUR

.

Guja Begga og Albert

Pippterta

Botn:

3 dl hveiti
2 ½ dl sykur
½ dl Cadbury´s kakó
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsóti
1 tsk vanilludropar
100 g mjúkt smjör
2 egg
1½ dl súrmjólk
½ dl sterkt kaffi

Fylling:

150 g mjúkt smjör
1 dl flórsykur
4 stk (160 g) Pipp súkkulaði

Krem:

1½ dl kornsíróp
½ dl vatn
½ bolli mjúkt smjör
300 g síríus suðusúkkulaði
1 tsk piparmyntudropar

Botn:
Hitið ofninnn í 180°c og smyrjið tvö lausbotna form, 23 cm í þvermál.
Blandið þurrefnum saman í skál, bætið öllu öðru út í og hrærið vel í stutta stund. Hellið deiginu í formin og bakið í 15- 20 mín.
Ef kakan er bökuð í einu formi (springform) er tíminn 35-40 mín og botnin skorinn í tvent þegar hann hefur kólnað að bakstri loknum.

Fylling:
Þeytið saman smjör og flórsykur. Saxið súkkulaði og blanda því saman við.
Hrærið kremið vel og smyrjið því síðan milli botnanna.

Krem:
Setjið sýróp í pott ásamt vatni og smjöri. Látið suðuna koma upp og sjóðið kröftuglega í 2½ mínútur. Takið pottinn af hitanum og látið kólna lítillega. Brytjið súkkulaði saman við , hrærið og bætið piparmyntudropum út í. Hellið kreminu yfir kökuna og láta standa í kæli á meðan kremið stífnar.
Skreytið að vild, með súkkulaði, berjum og eða rjóma.

Tertumyndirnar tók Helena Stefánsdóttir, dóttir Guju

FLEIRI TERTUR

Pippterta

.

#2017Gestabloggari 48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGATERTUR

— PIPPTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.