Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur eggert páll ólason smákökur verðlaunasmákökur smákökubakstur mandarínur
Mandarínusmákökur Eggerts Páls

Mandarínusmákökur

Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.

„Ég tók standard uppskrift af appelsínusmákökum og breytti henni (reyndar eru þær flestar hálf furðulegar svo ég notaði bara hlutföllinn af sykri/smjöri etc. í raun eins og súkkulaðibitakökum). Appelsínu kökur og slíkt eru oft erfiðar því appelsínan er vandmeðfarin. Mandarínur eru hinsvegar mjög auðveldar í meðhöndlun. Safaríkar og mjög bragðgóðar. Svo er hýðið af þeim fínna og minna af hvíta beiska berkinum, þannig að sjaldnast þarf að hafa áhyggjur. Og bragðið finnst meira og er betra, að mínu mati.” segir verðlaunahafinn Eggert sem áður hefur sigrað í þessari keppni með Appelsínunipplum

EGGERT PÁLLSMÁKÖKURJÓLIN — APPELSÍNUR

.

Eggert verðlaunahafi

Mandarínusmákökur

120 gr. smjör

100 gr. sykur

50 gr. púðursykur

raspað hýði af 3 mandarínum

safi úr einni mandarínu

1 egg

1 teskeið af vanillu extrakt

1/4 teskeið lyftiduft

1/2 teskeið salt

180 gr. hveiti

200 gr. súkkulaði bitar eða spæni eftir smekk (ljóst súkkulaði eða appelsínu súkkulaði, en má vera hvað sem er).

Aðferð

Smjör og sykur & púðursykur hrært saman. Egg bætt útí og hrært saman. Þá er mandarínu raspið og safinn hrært útí ásamt öllu nema hveitinu og súkkulaðinu. Hveitinu bætt útí rólega og súkkulaði að eigin vali í lokin. Bakið í 180 gráðum blæstri / 200 gráðum án blásturs í 5-7 mín (fer eftir stærð). Ágætt er að “undirbaka” kökurnar annars verða þær þurrar og mjög stökkar.

Dómnefndin ástamt starfsfólki Íslensku lögfræðistofunnar. Eggert vinningshafi var því miður fjarverandi þegar myndin var tekin.
Mandarínusmákökur
Dómnefndin að störfum: Bergþór, Kristján og Albert

 

— MANDARÍNUSMÁKÖKUR — 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.