Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð Kerststollen Twente Weihnachtsstollen soffía vagnsdóttir Roland smelt holland hollenskur matur
Kerststollen, hollenska jólabrauðið

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.
En hann á líka eina matreiðslubiblíu sem hann kom með í búskapinn. Þaðan hefur hann margt af því sem hann er að prófa en svo bætir hann sínu við.

#2017Gestabloggari50/52HOLLAND — BRAUÐJÓLA…

.

Roland Smelt með matreiðslubókina góðu

Hann prófaði í gær að baka hollenskt jólabrauð. Ég verð nú að segja að mér fannst deigið full mikið svona fyrir eitt brauð. En Hollendingurinn var harður á því að halda sig við uppgefna uppskrift og skella þessum risahleif á bakstursplötuna og skella því þannig í ofninn. Ég sá fyrir mér að deigið myndi flæða út um allt og jafnvel út úr ofninum og fylgdist því vel með því sem fram fór. Sjálf hef ég reyndar oft bakað brauð, en meira svona úr því sem til er hverju sinni , á reyndar alveg einstaklega erfitt með að fara eftir uppskriftum, sem kemur ekki endilega niður á útkomunni!
En viti menn! Brauðið varð alveg ótrúlega fallegt og nákvæmlega eins og hann hafði séð það fyrir sér. Stór hleifur sem hefði getað dugað fyrir öll börnin okkar, tengdabörn og barnabörn. 
Dásamlega gott á bragðið, fallegt á borði og sómi að bera fram með heitu súkkulaði með rjóma á aðventunni.” segir Bolvíkingurinn Soffía Vagnsdóttir.

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen) Hermann andri Weihnachtsstollen
Hermann Andri bíður eftir sneið af jólabrauðinu góða frá mömmu sinni, Soffíu Vagnsdóttur

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Þetta er uppskrift að hollenskri útgáfu af hinu þekkta þýska, Weihnachtsstollen. Þetta er stórt hátíðarbrauð, sem rétt passar í nútímaofn en þó er þetta einungis helmingsuppskrift af „originalinu“ frá Twente, heimahéraðinu mínu í Austur-Hollandi. Brauðið var forðum geymt í töluverðan tíma, óskorið (14 dagar til 2 mánuðir) og batnar bragð þess, þegar það eldist!

Hráefni:
3 dl mjólk
30 g þurrger
1 kg hveiti
4 egg
150 g ljós púðursykur
15 g salt
sítrónubörkur af 1 sítrónu
250 g smjör + smá til að smyrja eftir bakstur
1 tsk kanil
1 tsk múskat
1 tsk kóríander
1/2 tsk engifer
300 g rúsínur
100 g kúrenur
100 g súkkat
300 g marsípan
100 g flórsykur

Aðferð
Blandið þurrgeri í volga mjólk. Bætið út í þetta púðursykri, eggjum, hveiti, salti, bráðnu smjöri (ekki of heitu. annars drepurðu gerið!) og að lokum kryddinu, súkkatinu, sítrónuberkinum, kúrenurnar og rúsínum. Hnoðið deig úr þessu, sem á svo að hefast á hlýjum stað með viskustykki yfir í 5 korter.

Setjið deigið á bökunarpappír á ofnplötu og fletjið það út, þannig að það verður þykkt og kringlótt. Hnoðið svo marsípanlengjuna, þannig að hún nær næstum því þvert yfir ofnplötuna, þ.e.a.s. á ská yfir á milli gagnstæðra horna. Leggið svo marsípanlengjuna á deigkringluna en ekki alveg í miðju. Leggið styttri deig endann yfir marsípanlengjuna. Deigið myndar nú lengju sem er allsstaðar svipuð á breidd og hæð með skoruna langsum yfir. Deigið á að hylja marsípanið alveg. Ýtið svo varlega rúsínum sem standa út úr í deiginu inn aftur og setjið svo viskustykkið yfir til að láta það hefast meira í hálftíma í viðbót.

🇳🇱

#2017Gestabloggari50/52HOLLAND — BRAUÐJÓLA…

HOLLENSKT JÓLABRAUÐ

🇳🇱

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.