Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

SALTKEX Kollu kókosbolluterta, Kolbrún Karlsdóttir, Grand Marnier Kolla, ritzkex ritz ritskex Völu kókosbollur, Templarinn Kristján Guðmundur Sigurðsson Fáskrúðsfjörður kókosbolla
Kollu kókosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta

Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og þá getur verið erfitt að hemja sig…

Ungi myndarpilturinn á myndinni heitir KRISTJÁN GUÐMUNDUR

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIR

.

Kollu-kókosbolluterta

3 græn epli

2 msk smjör

1 ½  msk ólífuolía

1 b rúsínur

3 tsk kanill

1 ½  bolli muldar Ritz-kexkökur

smá salt

Völu kókosbollur (8-12 stk)

Afhýðið eplin og skerið í sneiðar. Hitið smjörið og olíuna á pönnu, setjið eplin, rúsínurnar og kanilinn út í. Mýkið á pönnunni í nokkrar mínútur. Látið muldu Ritz-kexkökurnar saman við og blandið vel. Setjið í eldfast mót, skerið kókosbollurnar í tvennt, langsum og raðið þeim ofan á með sárið upp. Látið kókosbollurnar hylja eplin. Bakið við 175 gr í 10-15 mín.

Berðið fram heitt með ís eða þeyttum rjóma.

Ef vill má setja á pönnuna örlítið GRAND MARNIER

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIRGRAND MARNIERKRISTJÁN GUÐMUNDUR

— KOLLUKÓKOSBOLLUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.