Pekanhnetudraumur
Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.
„Ég fékk þessar kökur fyrir nokkrum árum hjá frænku minni, og var alltaf meðuppskrift handskrifaða hjá mér, sem ég rakst svo á þegar ég var að finna eitthvað til að baka fyrir smákökukeppnina” segir Svanhvít og skrautið fékk hún í Allt í köku.
.
Pekanhnetudraumur
150 g hveiti
200 g smjör
200 g púðursykur
smá mjólk
1/2 tsk salt
100 gr. kakósmjör
1 tsk. vanillusykur
1 tsk. lyftiduft
250 gr. karmellusúkkulaði, saxað
200 g pekanhnetur, saxaðar
Hrærið öllu saman, mótið kökur og bakið í 8-10 mín á 170 gr. hita. – Síðan fannst mér þær ekkert fallegar svo að ég tvistaði þær til með smá skrauti 😉
—
— PEKANHNETUDRAUMUR SVANHVÍTAR —
—