Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017
Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu
Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017.
1. Draumaterta – algjörlega dásamlega góð
2. Rabarbarapæ Alberts – hið sívinsæla
3. Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma
4. Peruterta, þessi gamla góða
5. Skonsubrauðterta – þessi gamla góða
6. Skyrterta – sú besta af mörgu góðum
8. Heitur ofnréttur Önnu Siggu
9. Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta
10.Sveskju- og döðluterta – ein sú allra besta
og til gamans voru þessar í ellefta og tólfta sæti
Takk fyrir matarsamfylgdina á árinu. Til gamans eru hér mest skoðuðu uppskriftir síðustu ára