Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017
Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017.

1. Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

2. Rabarbarapæ Alberts – hið sívinsæla

3. Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

4. Peruterta, þessi gamla góða

5. Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

6. Skyrterta – sú besta af mörgu góðum

7. Súrdeig frá grunni

8. Heitur ofnréttur Önnu Siggu

9. Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

10.Sveskju- og döðluterta – ein sú allra besta

og til gamans voru þessar í ellefta og tólfta sæti

Takk fyrir matarsamfylgdina á árinu. Til gamans eru hér mest skoðuðu uppskriftir síðustu ára

2016

2015

2014

2013

2012

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.