Auglýsing

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017:

1. Anna Sigga: Heitur ofnréttur Önnu Siggu

2. Vilborg: Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

3. Sólrún: Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

4. Elva Ósk: Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

5. Margrét: Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

6. Þórunn&Helga: Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

7. Ragnheiður Lilja: Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

8. Edda Björgvins: Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

9. Björg: Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

10. Sigurlaug Margrét: Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Takk fyrir matarsamfylgdina á árinu

Auglýsing