Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017:

1. Anna Sigga: Heitur ofnréttur Önnu Siggu

2. Vilborg: Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

3. Sólrún: Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

4. Elva Ósk: Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

5. Margrét: Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

6. Þórunn&Helga: Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

7. Ragnheiður Lilja: Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

8. Edda Björgvins: Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

9. Björg: Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

10. Sigurlaug Margrét: Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Takk fyrir matarsamfylgdina á árinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.