Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Einfaldur og ótrúlega góður pastaréttur. Munið bara að sjóða pastað ekki í mauk. Ef ekki ert til Pecorino ostur má nota Parmesan.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍA

.

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

250 g Linguine

1 tsk nýmalaður pipar

2 hvítlausrif söxuð

ólífuolía

3 msk pastasoð

40 g smjör

1 b saxaður Pecorino ostur

1 msk ólíurolía

salt og pipar

Steikið pipar og hvítlauksrif í ólífuolíu, u.þ.b. 1 mín. Geymið.
Sjóðið pasta í saltvatni eftir leiðbeiningum á pakka, al dente, ekki í mauk. Gott er að nota víðan pott eða stóra pönnu, svo að allt pastað fari ofan í vatnið, þegar sýður.
Hellið 3 msk af pastasoði yfir olíuna með 40 g af smjöri.
Færið pastað út í olíuna með töngum ásamt söxuðum pecorino osti og ólífuolíu. Hrærið í með gaffli, þar til osturinn er bráðinn, e.t.v. með nokkrum msk af pastasoði.
Gróft salt og pipar eftir þörfum. Berið fram með grófu salti, pipar og rifnum osti í skál.

.

— PECORINO PASTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi